Færsluflokkur: Menntun og skóli
14.12.2009 | 11:57
Silfurvængur
Við í 7 bekk vorum að lesa bókina Silfurvæng. Eftir að hafa lesið smá í bókin fórum við að vinna verkefni um bókina. Við tókum líka lesskilningspróf úr bókinni. Bókin fjallar um leðurblöku sem er miklu minni en allar hinar leðurblökurnar á hans aldri. Honum er oft strítt af þeim og kallaður stubbur. Þegar allar leðurblökurnar leggja á stað í Vetrarhíði þá fýkur hann úr hópnum þá það var óveður. Hann kynnist stelpu leðurblöku sem heitir Marína, þau verða rosa góðir vinir og hjálpast að í gegnum súrt og sætt. Þau hitta líka 2 aðrar leðurblökur sem eru eiginlega óvinir þeirra og vilja éta þau...Í þessari bók fjallar um þau öll og hvernig þau losna frá óvinum þeirra og hvernig gékk hjá Skugga áður en hann lenti í vandræðum og hélt af stað fyrir veturinn...
takk fyrir mig
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2010 kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2009 | 12:40
Askja
Í náttúrufræði/jarðfræði fræddumst við um eldfjöll og jarðskjálfta. Við áttum að velja okkur eitt íslenskt eldfjall og ég lenti með Svövu í hóp og völdum við fjallið Öskju. Við byrjuðum á því að finna upplýsingar á netinu og setja þær á word svo þegar við vorum búin að finna þær og fylla 1 bls. þá gerðum við í power point.
Og hér er verkið okkar:
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2010 kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 17:44
Norðurlöndin
Ég og árgangurinn vorum að læra um Norðurlöndin. Við áttum að velja 1 land til að fjalla um og búa síðan til veggspjald. Ég lenti með Rebekku og Lilju í hóp og völdum við Finnland. Ég skrifaði um Helsinki sem er höfuðborgin og almennt um Finnland, Lilja gerði um þúsundvötnin í Finnlandi og múmínálfanna og Rebekka gerði um skíði og Sama. Við þrjár gerðum landakort og merktum inn á það svo skrifaði ég í tölvu og gerði ferðabækling. Við kynntum landi síðan fyrir bekkjarfélögum og okkar og vorum eins og starfsmenn á ferðaskrifstofu.Ég kynnti allmennt um Finnland og múmínálfanna, Lilja kynnti þúsundvötnin og Samana og Rebekka kynnti Helsinki og skíði og þannig endaði verkið okkar.
Þegar þessi vinna var búin áttum við að vinna með annað land. Við réðum hvaða landi við völdum og hvort við geðum glærur í power point eða í Mover Maker, ég valdi Noreg og gerði power point. Í powe point glærunum er fjallað um einkenni landsins, höfuðborgina, Samana, Skíði,Ólympíuleikana í Noregi, gróðurfarið og o.f.l. Mér fannst þetta mjög áhugavert og skemmtilegt verkefni.
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2010 kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 17:23
Hringekja-val í 5 og 6 bekk.
Við í á bekk og 5 vorum saman í hringekju. Ég var með Ísabellu, Hönnu Maggý og Katý. Við byrjuðum hjá Helgu kennara og hún var að fræða okkur um Egyptaland og múmíur.
Annar staðurinn var hjá Elínrós kennara og við fórum í tónmenntastofuna hans Halla, þar var Elínrós að fræða okkur um takta og tónlist, við fórum svo í takta leik sem ég kann ekki að skíra út.
Þriðji staðurinn var hjá Jens og hann fræðist okkur um vatn, hraða og hljóðbylgjur.
Fjórði staðurinn var hjá Björg en þar vorum við að horfa á mynd um Kína, lita Kína (landið) og teikna frjáls.
Fimmti staðurinn var hjá Svövu, þar vorum við að fræðast um mann sem hét David Attenborough og svo horfðum við á myndband eftir hann.
Sjötti staðurinn var hjá Auði kennara og hún var að fræða okkur um Martin Luther King en hann var maður sem vildi hjálpa öllum og bað um frelsi fyrir svertingja, þannig að svartir menn máttu hafa sama rétt og hvítir menn. Hann fæddist í N-Ameríku.
Og seinasti staðurinn var hjá Önnu kennaranum mínum. Hún var að fræða okkur um manninn Mahatma Gandi og hann vildi það sama og Martin Luther King "FRELSI" hann var til á undan og var í Indlandi en Martin Luther King var frá N-Ameríku
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2010 kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 16:42
Þemavika
Fyrsta byrjaði ég í Suður-Ameríku þar lærði ég salsa og tangó dansa og að búa til vinabönd. Eftir það þá var kynning um Suður-Ameríku, þá áttum við að teikna eitthvað um S-Ameríku og mála, ég teiknaðu Pumadýr sem er ljón. Núna veit ég að flestu tegundinar af dýrunum þar. Einnig að fólkið veit varla neitt um feimni, heldur dansar út um allt. Mér fannst skemmtilegast að teikna dýrið og mála það.
Annan daginn fór ég í Afríku þar sáum við myndir af Afríku sem vinkona kennarans tók. Svo fórum við að teikna mynd sem tengist Afríku. Við fórum svo í íþrótta salinn að dansa afródans. Núna veit ég að flest allir þar búa við fátækt en þeir smíða húsið sitt kringlótt svo illir andar fela sig ekki í hornunum, þeir nota leir,strá og kúamirkju sem byggingar efni.
Þriðja daginn fór ég í Eyjaálfu(Ástralíu). Þar byrjaði ég í smíða hópnum, við máttum velja að gera boomerang eða hljóðfæri,ég valdi boomerang. Við áttum að pússa það og lakka svo fórum við að mála það uppi í stofu. Við fórum að teikna mynd af dýrum sem eru einkennandi fyrir álfuna síðan klippti ég dýrið út og límdi á beis litað blað og málaði það. Núna veit ég að boomerang var notað í dans, til að veiða dýr og í íþróttagrein. Það er mjög heitt í miðjulandinu en við sjóinn er ekki jafn heitt. Mér fannst skemmtilegast að búa til boomerang af því mér finnst svo gaman að föndra og mála.
Fjórða daginn fór ég í Norður-Ameríku við byrjuðum á kynningunni, svo fórum við í hafnabolta en hann er íþrótt. Í leiknum þarf að hafa kylfu og harðan smábolta, tvö lið keppa og níu keppendur eru í hverju liði sem leika í níu leiki. Leikurinn gengur út á það að annað liðið reynir að slá boltanum þannig að hann getur fengið meiri tíma til að hlaupa í hringinn en á meðan reynir hitt liðið að ná boltanum og kasta honum á milli og reyna að trufla hann svo það verði erfiðara að slá, svo á maður líka að hlaupa hringinn í kringum völlinn svo maður getur fengið stig og unnið en við unnum ekki. Svo fórum við að vinna verkefni en við áttum að lita fánan við landið, teikna 1-3 dýr og lita fylkinn í landinu. Svo gerðum við drauma gildru en indjánarnir trúðu því að ef þú hengir hana við rúmið þá festast illu draumarnir í kóngulóa netinu og góð draumarnir fara í gegnum fjaðrirnar. Mér fannst skemmtilegast að gera draumagildru því mig langaði að gá hvor þetta virkaði.
Fimmta daginn fór ég í Asíu þar lærði ég Filipanskann þjóðdans, svo fórum við að skera kónguló úr gulrót. Eftir það var kynning en núna veit ég að Asía er stærsta heimsálfan og Kína er stærsta landið þar. Mér fannst dansinn áhugaverðast því hann var svo skrítinn og erfiður.
Mér fannst vika Mjóg skemmtileg af því að bér fannst gaman að breita aðfeins til.
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2010 kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 16:31
Snorra Saga
Við árgandurinn höfum verið að læra Snorra Sögu. Fyrst fórum við í Reykholt og fórum að fræðast pínu fyrst um hann. Maðurinn sem fylgdi okkur hét Geir Waage, hann syndu okkur kirkjuna, Snorrapottinn og þar sem Snorri dó. Mér fannst áhugaverðast þar sem Snorri dó. Eftir það fórum við heim í skólann og lásum 1-3 kafla. þá sagði kennarinn að við áttum að klára bókina fyrir föstudag. þegar við vorum búin að lesa alla bókina fengum við verkefni um hann. núna er ég að gera Leikþátt með Ísabellu, þegar við vorum búin að læra mikið um Snorra þá voru kennararnir að undir búa leikrit. Það var skipt í hópa, hver hópur átti að gera sinn kafla. Ég, Svava, Alexander og Janus bjuggum til leikmunina. svo tengdum við kaflana saman svo það varð 1 leikrit.
mér fannst þetta ágætt
Menntun og skóli | Breytt 16.4.2010 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 16:29
Egill Skalla-Grímsson
Fyrst fórum við í Borgafjörð og fórum að sjá sögu Egils Skalla-Grímssonar svo sáum við líka brákar sund Við lásum bókina Eglu svo fengum við lista með fullt af verkefnum sem við máttum velja úr, ég átti að gera 2 einstaklings verkefni og ég gerði þegar Egill var í Vermalandi og þegar hann bað bróður sinn að koma heim til Íslands. Svo gerði ég blöðin gömul og krumpuð, svo þegar það var búin valdi ég 2 plaggöd og límdi ég textann í miðjuna teiknaði myndir kringum textann,og svo gerði ég líka verkefni með Rebekku og það var sjónvarps þáttur og rúnir.
Ég var að vinna í hópverkefni í Eglu. Það átti að vera 1 krakki úr hverjum bekk, og í hverjum hóp var alls 19 hópar. Ég var með Helgu og Elmar í hóp. Fyrsta verkefnið okkar var að gera miðaldar í þrívídd, annað verkefnið var að gera leikrit með hóp 7 og í þeim hópi voru Ella, Snorri og Franklín. Og þriðja verkefnið okkar var að við gerðum leikföng, sem krakkanir léku með sér þeðgar Egill var til (í gamladaga.)
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 16:28
Myndband
Þegar ég átti að gera myndband byrjað ég á því að læra ljóðið utanað. Þegar það var búið áttum við að fara í tölvu og finna myndir á myndbandið. Við bjuggum til myndbandið á Move maker og það var rosalega gaman. Ég vona að þú hefur gaman af þessu myndbandi. Takk fyrir hjálpina Sigrún og Lísa Margrét.
Kveðja Hrafnhildur
24.3.2009 | 16:27
Hvalir
Ég vann verkefnið þannig að ég skrifaði uppkast sem ég fann úr bókum og tölvum, svo skrifaði ég það sem var á uppkasta blaðinu og ég fékk aðstoð þegar ég þurfti. ég lærði t.d. að hvalir skiptast í 2 ættbálka:tannhvali og skíðishvali, hvali geta kafaði í 20-60 mín. Mér fannst erfiðast að upplýsingar því það var ekki mikið um búrhvalinn.það sem veikti mig mesta háhugann var að hvali gátu hvað svona lengi og háhyrningar eru með tennur uppi og niðri.
Mér fannst þetta verkefni mjög skemmtilegt
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar