Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
27.5.2009 | 12:40
Askja
Í náttúrufræði/jarðfræði fræddumst við um eldfjöll og jarðskjálfta. Við áttum að velja okkur eitt íslenskt eldfjall og ég lenti með Svövu í hóp og völdum við fjallið Öskju. Við byrjuðum á því að finna upplýsingar á netinu og setja þær á word svo þegar við vorum búin að finna þær og fylla 1 bls. þá gerðum við í power point.
Og hér er verkið okkar:
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2010 kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 17:44
Norðurlöndin
Ég og árgangurinn vorum að læra um Norðurlöndin. Við áttum að velja 1 land til að fjalla um og búa síðan til veggspjald. Ég lenti með Rebekku og Lilju í hóp og völdum við Finnland. Ég skrifaði um Helsinki sem er höfuðborgin og almennt um Finnland, Lilja gerði um þúsundvötnin í Finnlandi og múmínálfanna og Rebekka gerði um skíði og Sama. Við þrjár gerðum landakort og merktum inn á það svo skrifaði ég í tölvu og gerði ferðabækling. Við kynntum landi síðan fyrir bekkjarfélögum og okkar og vorum eins og starfsmenn á ferðaskrifstofu.Ég kynnti allmennt um Finnland og múmínálfanna, Lilja kynnti þúsundvötnin og Samana og Rebekka kynnti Helsinki og skíði og þannig endaði verkið okkar.
Þegar þessi vinna var búin áttum við að vinna með annað land. Við réðum hvaða landi við völdum og hvort við geðum glærur í power point eða í Mover Maker, ég valdi Noreg og gerði power point. Í powe point glærunum er fjallað um einkenni landsins, höfuðborgina, Samana, Skíði,Ólympíuleikana í Noregi, gróðurfarið og o.f.l. Mér fannst þetta mjög áhugavert og skemmtilegt verkefni.
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2010 kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 17:23
Hringekja-val í 5 og 6 bekk.
Við í á bekk og 5 vorum saman í hringekju. Ég var með Ísabellu, Hönnu Maggý og Katý. Við byrjuðum hjá Helgu kennara og hún var að fræða okkur um Egyptaland og múmíur.
Annar staðurinn var hjá Elínrós kennara og við fórum í tónmenntastofuna hans Halla, þar var Elínrós að fræða okkur um takta og tónlist, við fórum svo í takta leik sem ég kann ekki að skíra út.
Þriðji staðurinn var hjá Jens og hann fræðist okkur um vatn, hraða og hljóðbylgjur.
Fjórði staðurinn var hjá Björg en þar vorum við að horfa á mynd um Kína, lita Kína (landið) og teikna frjáls.
Fimmti staðurinn var hjá Svövu, þar vorum við að fræðast um mann sem hét David Attenborough og svo horfðum við á myndband eftir hann.
Sjötti staðurinn var hjá Auði kennara og hún var að fræða okkur um Martin Luther King en hann var maður sem vildi hjálpa öllum og bað um frelsi fyrir svertingja, þannig að svartir menn máttu hafa sama rétt og hvítir menn. Hann fæddist í N-Ameríku.
Og seinasti staðurinn var hjá Önnu kennaranum mínum. Hún var að fræða okkur um manninn Mahatma Gandi og hann vildi það sama og Martin Luther King "FRELSI" hann var til á undan og var í Indlandi en Martin Luther King var frá N-Ameríku
Menntun og skóli | Breytt 28.5.2010 kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar